RB Rúm

RB Rúm er lítið fjölskyldufyrirtæki, stofnað af Ragnari Björnssyni hinn 1. desember 1943 og hefur það starfað óslitið frá fyrsta degi, ávallt í eigu sömu fjölskyldunnar. Við leggjum metnað okkar í framleiðslu á gæðavöru og á úrvalsþjónustu.

RB Rúm framleiðir og selur rúm og dýnur, höfuðgafla, bekki og margt fleira tilheyrandi. Einnig starfar hjá okkur meistari í húsgagnabólstrun og tökum við að okkur að bólstra upp eldri húsgögn sem ganga í endurnýjun lífdaga sem stofustáss, oft kynslóð fram af kynslóð.