Dýnur

RB springdýnur hafa verið framleiddar á Íslandi frá 1943. Hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum; Sasha sem er grunndýnan okkar, Ull sem er hugsuð fyrir þá sem eru kulsæknir, Super Deluxe sem hefur verið vinsælasta dýnan hjá okkur, og Grand Deluxe sem er lúxusdýnan okkar. Einnig framleiðum við sæludýnur í rafmagnsrúm. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar tegundir, mjúk, millistíf, stíf og extra stíf, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Við getum breytt stífleika springdýnanna og RB Rúm er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. Springdýnurnar frá RB Rúmum eru og hafa verið í fjöldamörgum rúmum ánægðra og vel hvíldra Íslendinga í gegnum árin.

Við ráðleggjum fólki að taka tvær dýnur í rúm þar sem tveir deila saman enda þurfa pör oft misstífar dýnur. Dýnunar eru svo tengdar saman með rennilás og þá er nánast eins og ein dýna sé í rúminu. Allar okkar dýnur eru bólstraðar eins á báðum hliðum svo það skiptir engu máli hvernig dýnan snýr í rúminu. Enn fremur ráðleggjum við fólki að snúa dýnunum reglulega svo að þær endist sem lengst.

Grand Deluxe

Grand Deluxe dýnan er lúxusdýnan okkar. Hún er 26cm á þykkt, með áfastri yfirdýnu og tvöfaldri bólstrun. Þessi tvöfalda bólstrun gerir það að verkum að dýnan lagar sig einstaklega vel að líkamanum, axlir og mjaðmir sökkva djúpt ofan í hana og hún styður vel við líkamann.

Super Deluxe / Sæludýna

Super Deluxe er vinsælasta dýnan okkar. Hún er 23cm á þykkt og með áfastri yfirdýnu. Þetta er mjög vinsæl dýna hjá einstaklingum og í hjónarúm. Super Deluxe er líka vinsæl hjá betri hótelum landsins, eins og til dæmis Icelandair Hotels, Sigló Hótel og mörgum fleirum.

Sæludýnan er nauðalík Super Deluxe, útlitslega séð. Hún er líka 23cm á þykkt og saumuð í sama sængurdúk. Munurinn er hins vegar augljós þegar á reynir en sæludýnuna má sveigja og beygja enda er hún sérstaklega hönnuð fyrir rafmagnsrúm.

Ull

Ullardýnan okkar er sérstaklega hugsuð fyrir þau sem eru kulsækin. Það er ullarflóki í dýnunni sem gerir það að verkum að hún er einstaklega hlý og hentar því vel þeim sem alltaf er kalt á nóttinni.

Sasha

Grunndýnan okkar heitir Sasha, hún er 18cm þykkt. Sasha er vinsælasta dýnan í barna og unglingarúm, hún er líka mjög oft tekin í gestaherbergið og upp í sumarbústað. Sasha er líka mjög vinsæl í hjól- og fellihýsi sem og húsbíla en við getum sérsniðið okkar dýnur eftir máli og/eða skapalóni þannig að þær passi í hvaða rúm sem er óháð lögun.