Gaflar


RB Rúm framleiða og selja bólstraða gafla af öllum stærðum og gerðum, fyrir allt frá minnstu einstaklingsrúmum upp í stærstu hjónarúm. Fyrir hótel höfum við hannað og framleitt allt að fjögurra metra breiða gafla með innbyggðri LED lýsingu, slökkvurum og innstungum sem virka þá nánast eins og búið sé að klæða allan vegginn sem gafl.

Oft hafa okkar viðskiptavinir fyrirfram ákveðnar hugmyndir um útlit og áferð gaflsins og þá er oft nóg að koma með mynd eða skissu sem við síðan vinnum eftir og hönnum þá draumagaflinn í samvinnu við kaupendur.