Hótel

RB Rúm RB hafa notið þeirra velgengni að framleiða rúm fyrir nokkrar af stærstu hótelkeðjum á Íslandi auk fjölda minni gististaða. Okkar viðskiptavinir hafa oft á orði við okkur að þeir fái sérstaklega góð meðmæli hjá aðilum eins og TripAdvisor út á rúmin enda vitum við öll að góður nætursvefn getur skipt öllu máli fyrir hótelgesti.

RB Hótelrúm eru með 18cm þykkri springdýnu, einnig bjóðum við upp á Super
Deluxe rúm með 23 cm þykkri springdýnu. Sængurdúkurinn á dýnunni er vatteraður með eldtefjandi
efni, bed bug- og rykmauravörn. Dýnurnar okkar eru bólstraðar eins beggja vegna enda mælum við
með að þeim sé snúið reglulega til að lengja líftíma þeirra. Rúmbotninn er úr furu og rúmfjaðrir í
botninum og því eru rúmin með tvöföldu fjaðrakerfi. Hægt er að velja um klæðningu á rúmbotninn úr leðurlíki eða áklæði og mismunandi fætur undir rúmin eru í boði.

Við framleiðum líka aukarúm á hjólum sem auðveldlega má færa á milli herbergja. Þau eru
90x190cm á stærð og er það sérstaklega gert svo þau passi inn um allar venjulegar dyr sem og lyftur.