Rúm


Í áraraðir hafa RB Rúm framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum. Öll okkar rúm eru framleidd eftir pöntunum og því má segja að við sérsmíðum allar okkar framleiðslu eftir óskum kaupanda. Þú getur ráðið lengd, breidd og hæð á rúminu og þú velur það sem hentar þér og þínum líkama en rétt hæð þýðir að þú stígur léttar fram út. Einnig er val um klæðningu á rúmbotn, áklæði eða leðurlíki eftir smekk. Við bjóðum líka upp á mismunandi gerðir af fótum undir rúmin, úr burstuðu áli eða tré, sem hægt er að lakka í ýmsum litum.

Við ráðleggjum fólki að hafa tvær dýnur í öllum hjónarúmum og tengja dýnurnar saman með rennilásum. Hægt að velja úr fjórum mismunandi stífleikum á dýnum, en stífleikinn ræðst af þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla.