Um RB-rúm

RB Rúm ehf var stofnað árið 1943, fyrirtækið hefur frá upphafi haft að markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. Fyrirtækið er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum.

Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun á bólstruðum rúmgöflun, náttborðum og fleiri fylgihlutum, viðhaldi á springdýnum og eldri húsgögnum. RB Rúm hafa framleitt og selt springdýnur og rúm til þúsunda ánægðra viðskiptavina um land allt.

RB Rúm hlaut árið 2010 alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun þar sem aðeins eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þau ár hvert.