Skilmálar

1. Almennt ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.rbrum.is. rbrum.is áskilur sér rétt til að hafna pöntunum, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.

2. Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun í ákveðin tíma.

3. Afhending vöru
Vörur eru afhenntar frá lagerhúsnæði að Dalshrauni 8, í gegnum flutningsnet innlendra vöruflutningsaðila. Sendingarkostnaður er reiknaður út frá gjaldskrá flutningsaðila.

4. Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga frá afhendingu til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

5. Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir RB rúm allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.

6. Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti.

7. Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

8. Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi RB rúm kunna að nota upplýsingar, t.d. búsetu og aldur til að útbúa viðeigandi skilaboð til einstakra meðlima klúbbsins. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir klúbbsins geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

9. Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

Afhendingarskilmálar
Afhendingar tími vöru
Afhending miðast við útgáfudag reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu við hverju má búast miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innanlands með viðurkenndum flutningsaðilum.
Ef afhendingu vöru seinkar af völdum seljanda mun það verða tilkynnt kaupanda í tölvupósti eða með símtali ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.

Afhending úr vefverslun RB rúm
RB rúm kemur þeim pöntunum á pósthús daglega sem borist hafa fyrir kl 12.00 á hádegi frá mánudegi – föstudags og varan mun berast kaupanda á næsta pósthús eða í heimkeyrslu með póstinum (þar sem það er í boði). Varan ætti að vera komin á næsta pósthús eftir 1-3 daga eftir landssvæðum og þjónustustigi Póstsins á svæði kaupanda.

Ef það hentar einhverra hluta vegna ekki skal kaupandi greiða kostnaðinn innanbæjar við það að koma vörunni á annan flutningsaðila t.d. leigubíl, sendibíl, flug, flutningabíl, skip o.s.frv. ef kaupandi vill nýta sér aðra flutningsaðila en Póstinn.

Skemmd vara
Allar skemmdir á vörum sem verða hjá flutningsaðila eru alfarið á hans ábyrgð og skal að fullu bætt viðskiptavininum samkvæmt skilmálum flutningsaðilans. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda.

Greiðslur
Greiðsluleiðir eru staðgreiðsla, millifærslur og kortafærslur frá öllum helstu greiðslukorta útgefendum. Varan er ekki send af stað fyrr en gengið hefur verið frá fullnaðargreiðslu til RB rúm.

Gildistími
Skilmálar þessi gilda frá 28. nóvember 2023